spot_img
HomeFréttirPáll Axel: Menn gerðu það sem fyrir þá var lagt og þá...

Páll Axel: Menn gerðu það sem fyrir þá var lagt og þá gengur þetta upp

00:50

{mosimage}
(Páll Axel var með 18 stig í kvöld – allt úr þristum)

Páll Axel Vilbergsson var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik eins og allt íslenska liðið í leiknum gegn Hollandi. Hann var sigurreifur í leikslok og sagði leikáætlun dagsins hafa virkað.

,,Þetta var frábær leikur. Frábær fyrri hálfleikur skóp þennan sigur. Við hefðum mátt spila betur í seinni hálfleik en við þurftum þess ekki þar sem við spiluðum svo vel í fyrri hálfleik,” sagði Páll Axel í léttum tón. ,,Gameplanið hjá þjálfaranum svínvirkaði. Við fórum yfir hluti í gær þar sem við ætluðum að spila hratt í sókn og tvídekka í vörn og spila aggressíft. Menn gerðu það sem fyrir þá var lagt og þá gengur þetta upp,” sagði Páll Axel ákveðinn.

Bjóstu við Hollendingunum sterkari? ,,Nei. Þeir eru þjóð sem er léttir á því, svipaðir eins og danir. Þeir gera verið góðir og lélegir og í dag voru þeir lélegir. En það má samt ekki taka af okkur að við vorum góðir.”

Hvernig líst á næsta leik? ,,Satt að segja líst mér ekkert vel á það að mæta Svartfjallalandi í Svartfjallalandi en við förum ekkert upp eftir og beygjum okkur fyrir þeim. Við förum og tökum þessu eins og menn. Við ætlum að gera okkar besta. Ég er ekkert að fara lofa sigri en ég lofa því að þetta lið leggur sig fram hvert sem þeir fara.”

Næsti leikur Íslands er á miðvikudagskvöld gegn Svartfjallalandi.

Bryndís Gunnlaugsdóttir

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -