spot_img
HomeFréttirPáll ætlar að ljúka ferlinum í Röstinni

Páll ætlar að ljúka ferlinum í Röstinni

12:31
{mosimage}

 

(Páll Kristinsson) 

 

Framherjinn Páll Kristinsson mun ljúka körfuknattleiksferlinum með Grindvíkingum en þetta kemur fram í máli leikmannsins í Morgunblaðinu í dag. ,,Ég hef tekið þá ákvörðun að leika í eitt ár með Grindavík og eftir það mun ég leggja skóna á hilluna,” sagði Páll í Morgunblaðinu.

 

Páll er Njarðvíkingur að upplagi og hugðist ljúka ferlinum í Njarðvík en segir í samtali við Morgunblaðið að mikil óvissa sé í Ljónagryfjunni. ,,Mér hefur liðið vel í Grindavík og það er mikill hugur í forráðamönnum liðsins,” segir Páll við Moggann.

 

Páll lék alla 22 deildarleikina með Grindavík í vetur og gerði í þeim 7,8 stig að jafnaði í leik.

 

Heimild: Morgunblaðið, www.mbl.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -