spot_img
HomeFréttirPálína og Sigurður valin best í Keflavík

Pálína og Sigurður valin best í Keflavík

 
Pálína María Gunnlaugsdóttir og Sigurður Gunnar Þosteinsson voru valin bestu leikmennirnir að þessu sinni á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Lokahófið tókst frábærlega vel en það byggðist fyrst og fremst á heimatilbúnum skemmtiatriðum. www.vf.is greinir frá.
Einnig var valið í úrvalslið Keflavíkur en það voru þau Pálína María Gunnlaugsdóttir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Mynd: Pálína Gunnlaugsdóttir var valin besti leikmaður Keflavíkur ásamt Sigurði Gunnari Þorsteinssyni sem var ekki viðstaddur á lokahófinu. Með Pálínu á myndinni er Gunnar Jóhannsson formaður KKD Keflavíkur.
 
Fréttir
- Auglýsing -