spot_img
HomeFréttirPálína, María og Ingibjörg framlengja í Grindavík

Pálína, María og Ingibjörg framlengja í Grindavík

Grindvíkingar hafa tryggt sér áframhaldandi starfskrafta þriggja lykilmanna liðsins á síðasta tímabili en um er að ræða þær Maríu Ben Erlingsdóttur, Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur og Ingibjörgu Jakobsdóttur. Þetta staðfesti Linda María Gunnarsdóttir kvennaráðsmaður Grindavíkur í samtali við Karfan.is.
 
 
Á milli þessara þriggja öflugu leikmanna vantaði ekki framlagið, María Ben með 15,9 stig og 7,6 fráköst á leik, Pálína með 16,3 stig og 7,7 fráköst og Ingibjörg með 9,1 stig og 5,5 stoðsendingar en allar munu þær leika undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar sem tók við liðinu skömmu eftir að deildarkeppninni í Domino´s deild kvenna lauk.
 
Mynd/ María Ben Erlingsdóttir var um helgina valin besti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur tímabilið 2013-2014 .
Fréttir
- Auglýsing -