spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaPálína í eins leiks bann

Pálína í eins leiks bann

Stjarnan mun á morgun vera án þjálfara síns Pálínu Gunnlaugsdóttur í öðrum leik átta liða úrslita einvígis liðsins gegn Grindavík í fyrstu deild kvenna á morgun. Stjarnan tapaði þessum fyrsta leik sínum gegn Grindavík, en vinna þarf tvo til að komast áfram í undanúrslitin. Pálína mun þá taka út leikbann fyrir að hafa verið rekin út úr húsi í fyrsta leik seríunnar þann 13. maí síðastliðinn. Pálína var ekki sú eina sem var rekin út úr húsinu í leiknum, en fyrirliða liðsins, Alexöndru Evu Sverrisdóttur, var einnig kastað á dyr fyrir tvær tæknivillur. Alexandra verður þó ekki í banni, en samkvæmt aga og úrskurðanefnd uppskar hún aðeins áminningu fyrir hátterni sitt í leiknum.

Úrskurð aganefndar má lesa hér fyrir neðan:

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. 

Agamál 54/2020-2021

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hin kærða, Pálína Gunnlaugsdóttir, þjálfari Stjörnunar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Grindavík gegn Stjörnunni, sem fram fór þann 13. Maí 2021.

Agamál 55/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Alexandra Eva Sverrisdóttir, leikmaður Stjörnunar, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavík gegn Stjörnunni, sem fram fór þann 13. Maí 2021.

Fréttir
- Auglýsing -