spot_img
HomeFréttirPálína: Höfum tekið framförum frá síðustu leiktíð

Pálína: Höfum tekið framförum frá síðustu leiktíð

20:26 

{mosimage}

Pálína gerði 10 stig og tók 6 fráköst í gær þegar Haukar völtuðu yfir ÍS í Grindavík. Aðspurð hvort Pálína teldi Haukaliðið sigurstranglegast í IE kvenna í vetur var hún ekki lengi til svara og ljóst að í Hafnarfirði er ekkert annað á boðstólunum en að verja Íslandsmeistaratitilinn.  

,,Helmingurinn af okkar liði var í landsliðsprógramminu í sumar og við höfum kannski átt um 10 æfingar þar sem við höfum allar náð að æfa saman hjá Haukum,” sagði Pálína í samtali við Karfan.is ,,Ég tel samt að við höfum tekið framförum frá síðustu leiktíð.” 

Aðspurð hvort það væri ekki leiðinlegt að vinna leiki svona stórt svaraði Pálína: ,,Það er alltaf gaman að spila, sama hvort við vinnum stórt eða lítið. Reyndar er ekki gaman að spila þegar við töpum,” sagði Pálína létt í bragði. 

Næsti leikur Hauka er á gamla heimavelli Pálínu, Smáranum í Kópavogi, en Pálína var ekki að springa úr spenningi við að fara að spila í Smáranum. ,,Það er óþægilegt að spila í Smáranum, það er svo dimmt þar og svo vantar parketið,” sagði Pálína um sinn gamla heimavöll. 

Pálína var ekki í vafa um að Haukar væru með sigurstranglegasta liðið í vetur þegar blaðamaður Karfan.is spurði hana hvort þær þættu sterkastar. ,,Spárnar komu mér heldur ekki á óvart,” sagði Pálína að lokum en Haukum var spáð 1. sæti í IE deildinni af Karfan.is og á blaðamannafundi KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -