spot_img
HomeFréttirPálína: Hef engar áhyggjur af þessu

Pálína: Hef engar áhyggjur af þessu

Pálína María Gunnlaugsdóttir hefur engar áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að deildarmeistarar Hauka séu komnir 1-0 undir í undanúrslitum gegn Grindavík í Domino´s-deild kvenna. Pálína sagði Hauka ekki hafa náð sér á strik í kvöld en hún hefði þó engar áhyggjur af stöðunni því það væru drottningar í Haukaliðinu en þær þyrftu þó að hafa fyrir hlutunum eins og aðrir. Aðspurð um ólöglegu hindrunina sem dæmd var á Hauka á lokasekúndum leiksins gaf Pálína lítið fyrir þann dóm og kvartaði ekki undan honum. 

 

Mynd/ Axel Finnur

Fréttir
- Auglýsing -