spot_img
HomeFréttirPálína Gunnlaugs í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir

Pálína Gunnlaugs í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir

Víkurfréttir birtu í dag ítarlegt viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttir, leikmann Keflavíkur, þar sem hún ræðir um úrslitakeppnina, lífið og tilveruna.  Við birtum hér hluta úr viðtalinu og hlekk á vefsíðu Víkurfrétta þar sem lesa má allt viðtalið. 
 
"Pálína María Gunnlaugsdóttir hefur verið frábær í liði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í körfuboltanum í vetur og líklega hafa fáir leikið betur en hún í deildinni. Pálína er mikil keppnismanneskja og leggur sig ávallt 100% fram þegar stigið er inn á völlinn. Hún hefur í nógu að snúast en auk þess að leika körfubolta með Keflavík er Pálína í námi í háskólanum og vinnur samhliða náminu".  
 
Pálína sem búsett er í Kópavogi er í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á markaðsfræði og alþjóðaviðskiptabraut samhliða körfuboltanum. Hún var alltaf í Smáraskóla en hefur komið víða við í framhaldsskólum en útskrifaðist að lokum úr FG. Hún er að ljúka öðru árinu sínu í viðskiptafræði og er auk þess að vinna með skólanum, en hún starfar með fötluðum. Það hefur hún gert í u.þ.b. þrjú ár og á sumrin vinnur hún í Reykjadal, í sumarbúðum fyrir fatlaða. „Mér líkar það ótrúlega vel, þetta er krefjandi starf en líka ótrúlega gaman,“ segir Pálína sem greinilega hefur nóg á sinni könnu. Allt sem hér er ofantalið eru sjálfsagt smámunir miðað við það hlutverk sem hún gegnir dag frá degi, það er sjálft móðurhlutverkið en Pálína á tveggja ára dóttur frá fyrra sambandi"
 
Greinina má les í heild sinni hér á vef Víkufrétta 
 
Fréttir
- Auglýsing -