spot_img
HomeFréttirPálína ekki með gegn Portúgal - Ragnheiður inn

Pálína ekki með gegn Portúgal – Ragnheiður inn

Pálína María Gunnlaugsdóttir mun ekki leika gegn Portúgal á miðvikudaginn er liðin mætast í undankeppni Eurobasket 2017 á miðvikudag í Laugardalshöll. Þetta kom fram á opinni æfingu landsliðsins sem fram fer nú í höllinni. 

 

Pálína tognaði aftan í kálfa í tapinu gegn Slóvakíu, sjúkraþjálfari liðsins segir að líklegt sé að hún verði í 2 vikur frá leik og mun því að öllum líkindum missa af einni til tveim umferðum með Snæfell í Dominos deildinni. 

 

Ragnheiður Benónísdóttir leikmaður Skallagríms kemur inní liðið í hennar stað og mun leika sinni fyrsta landsleik. Þær Birna Valgerður og Elín Sóley voru einnig fyrir utan hóp í leiknum gegn Slóvakíu. Hópurinn gegn Portúgal verður tilkynntur í fyrramálið og ekki útilokað að fleiri breytingar verði gerðar á hópnum.  
 

Fréttir
- Auglýsing -