spot_img
HomeFréttirPacers tóku fyrsta leikinn gegn Heat

Pacers tóku fyrsta leikinn gegn Heat

Úrslitin í austrinu hófust í kvöld með leik Indiana Pacers og Miami Heat í Indianapolis. Margir hafa beðið eftir þessari viðureign með eftirvæntingu og eflaust enginn eins mikið og leikmenn Pacers í von um að hefna fyrir tapið í fyrra.
 
Leikmenn Indiana komu grimmir til leiks beint úr startholunum og hin leyftursnögga Heat vörn átti í sýnilegum vandræðum allan leikinn. Pacers létu boltann ganga hratt og örugglega þar til opið skot fannst. Fóru grimmt inn í teiginn með boltann þar sem þeir ættu að hafa yfirhöndina með Roy Hibbert fremstan meðal jafningja. Hreyfing Pacers leikmanna án boltans var líka til fyrirmyndar þannig að það var erfitt fyrir Heat vörnina að fóta sig og hjálpa.
 
Heat voru flatir í bæði sókn og sérstaklega vörn.  Pacers skutu alls 37 vítaskot í leiknum þar sem vörnin endaði alltaf með að þurfa að brjóta þar sem sóknarmenn voru alltaf komnir of nálægt körfunni. 
 
Bosh átti ansi erfiðan dag. Hitti 4/12 utan að velli en Heat voru ekki svo mikið að spila upp á hans styrkleika. Hann á mikið eftir í þessari seríu. LeBron og Wade spiluðu vel með 25 og 27 hvor en restin af liðinu var slök. Birdman átti hins vegar góða spretti. Þetta var aðeins annar tapleikur Heat í þessari úrslitakeppni.
 
Paul George var frábær hjá Pacers. Réðst stanslaust á körfuna og spilaði fantavörn þess á milli. Endaði með 24 stig og 7 stoðsendingar. Roy Hibbert og David West voru drjúgir í teignum og framlag Lance Stephenson var mjög mikilvægt með 17 stig og 8 stoðsendingar.
 
LeBron James sagði við liðsfélaga sína í rétt fyrir leikinn: “Þeim líkar ekki við okkur, og okkur líkar ekki við þá.”  Það er einmitt það sem gerir þessa seríu svo spennandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -