spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPablo Hernández til Akureyrar

Pablo Hernández til Akureyrar

Dominos deildar lið Þórs hefur samið við spænskan framherjan Pablo Hernández á komandi tímabili.

Pablo er 22 ára gamall 200 cm hár og lék síðast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með liði Missouri Baptist en þar áður lék hann í heimalandinu við góðan orðstír.

Lárus Jónsson þjálfari Þórs var sáttur og sagði að Pablo væri lítill framherji sem ætti að styðja við bakið á ungum kjarna næsta vetur. ,,Hann stóð sig vel í NAIA háskólaboltanum og fær góð meðmæli sem leikmaður og persóna frá Bandaríkjunum og Spáni” sagði Lárus.

Áður hafði Þór samið við Litháiska miðherjann Mantas Virbalas sem og þá Hansel Atenia sem er Kólumbískur leikstjórnandi og Zeek Woodley bandarískur bakvörður.

Fréttir
- Auglýsing -