spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPablo ekki með í kvöld

Pablo ekki með í kvöld

Leikmaður Þórs Pablo Hernandez Montenegro verður ekki með Þór í kvöld í fyrsta leik þeirra í undanúrslitum Subway deildarinnar. Samkvæmt heimildum Körfunnar meiddist hann á vinstri hendi í 8 liða úrslita einvígi liðsins gegn Haukum á dögunum, en ekki er vitað hvenær hann verður orðinn leikfær á nýjan leik.

Það munar um minna fyrir Þór, en Pablo hefur skilað 12 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í 27 leikjum á tímabilinu.

Fréttir
- Auglýsing -