spot_img
HomeFréttirPabbi sá um saumaskapinn

Pabbi sá um saumaskapinn

 

Þegar rétt rúmar 2 mínútur voru liðnar af leik KR og Keflavíkur í gær fékk Jón Arnór Stefánsson skurð á enni sitt eftir samstuð við Guðmund Jónsson Keflvíking.  Jón þurfti frá að hverfa en kom stuttu síðar aftur inná og kláraði leikinn.  Eftir leik var svo farið að huga að sárinu sem var um 4-5 cm skurður sem lá langsum á enni kappans.  Jón dreif sig niður á landsspítala og sat þar til að verða um hálf tólf.   Þá brá á hann á það ráð að heyra í karli föður sínum, Stefáni Eggertssyni sem einmitt er læknir.  

 

"Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að pabbi saumar mig. Ég datt einhverntíman á hjóli þegar ég var gutti og þá var mér skellt uppá eldhúsborð og hann saumaði mig þar." sagði Jón í samtali við Karfan.is   Í það minnsta rauk faðir Jóns til og sá um að loka sárinu seint í gærkvöldi með miklum myndarskap.  Jón sagði í samtali að kallinn hafi engu gleymt í þessum efnum. 

 

Þessi skurður mun ekki koma til með að hafa áhrif á spilamennsku Jóns í þessari seríu og verður hann að sjálfsögðu í búning í Keflavík nk. mánudag. 

Fréttir
- Auglýsing -