spot_img
HomeFréttirÓvíst hvort nýr leikmaður verði kominn fyrir Snæfellsleikinn

Óvíst hvort nýr leikmaður verði kominn fyrir Snæfellsleikinn

 
Andre Smith baðst á dögunum lausnar undan samningi sínum við Grindavík í Iceland Express deild karla sökum persónulegra mála heimafyrir. Grindvíkingar veittu Smith lausn og eru nú án bandarísks leikmanns.
 
Næsti leikur Grindvíkinga er á fimmtudag þegar liðið mætir í Stykkishólm og leikur gegn Íslands- og bikarmeisturum Snæfells. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur sagði í snörpu samtali við Karfan.is að verið væri að leita að leikmanni. ,,Væntanlega verður hann ekki kominn fyrir leikinn gegn Snæfell en maður veit aldrei,” sagði Helgi Jónas sem situr einn og ósigraður á toppi deildarinnar með sína menn.
 
Fréttir
- Auglýsing -