Óvíst er hvort aðalþjálfari Golden State Warriors, Steve Kerr, verði með þeim í úrslitum NBA deildarinnar. Kerr, sem hefur verið að eiga við bakvandamál, þjálfaði liðið síðast í öðrum sigri liðsins fyrstu umferðar gegn Portland Trail Blazers. Síðan þá hefur liðinu gengið nokkuð vel. Farið í gegnum undanúrslit strandarinnar gegn Utah Jazz og nú síðast San Antonio Spurs án þess að tapa leik. Golden State mun mæta annaðhvort Boston Celtics eða Cleveland Cavaliers í úrslitum, en staðan þar er 2-1 Cavaliers í vil. Ekki er ólíklegt að það verði aðstoðarþjálfari liðsins, Mike Brown, sem muni halda áfram að stýra liðinu, líkt og hann hefur gert í þessum 10 sigurleikjum félagsins.
Steve Kerr updates his health status, says symptoms have worsened, he will not coach tomorrow and status unknown beyond pic.twitter.com/qtQRAYYHvq
— Anthony Slater (@anthonyVslater) April 23, 2017