spot_img
HomeFréttirÓvíst hvenær Hörður Axel getur leikið á ný

Óvíst hvenær Hörður Axel getur leikið á ný

Leikmaður íslenska landsliðsins og Álftanes í Subway deild karla Hörður Axel Vilhjálmsson hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Staðfestir Hörður í samtali við Körfuna fyrr í dag um sé að ræða rifu í nára og neðst í kviðvöðva sem haldi honum frá keppni.

Segir hann með öllu óvíst hvenær hann verði aftur kominn á fullt með nýliðum Álftaness í Subway deildinni, en að þetta sé tekið fyrir í skrefum, viku fyrir viku. Enn frekar segir hann þetta vera meiðsli sem séu hættuleg uppá að taka sig upp aftur og því sé verið að reyna að passa að það verði ekki tilfellið hjá honum.

Álftnesingar hafa farið vel af stað á sínu fyrsta tímabili í Subway deildinni, en eftir fyrstu átta umferðirnar eru þeir í 2. – 7. sætinu með fimm sigra og þrjú töp.

Fréttir
- Auglýsing -