Ísrael gerði sér lítið fyrir og lagði lið Frakklands í Katowice í kvöld í þriðja leik liðanna í lokamóti EuroBasket 2025, 80-69.
Atkvæðamestur fyrir Ísrael í leiknum var Deni Avdija með 23 sti, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Fyrir Frakkland var Zaccharie Risahcer bestur með 14 stig og 4 fráköst.
Með því að vinna kom Ísrael í veg fyrir að Frakkland næði endanlega að tryggja sig áfram í 16 liða úrslitin, en bæði lið eru með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjá leikina.



