spot_img
HomeFréttirÓvæntur sigur Hamars

Óvæntur sigur Hamars

16:30

{mosimage}

Hamar gerði sér lítið fyrir og sigraði KR, 80:75, í framlengdum leik í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í Hveragerði í gærkvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 64:64, en heimakonur voru sterkari í framlengingunni og unnu sætan sigur.

La Kiste Barkus var stigahæst hjá Hamri með 26 stig, Iva Milevoj skoraði 21, Fanney Guðmundsdóttir 13 og Hafrún Hálfdánardóttir 11.

Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 25 stig, Hildur Sigurðardóttir skoraði 23 og Sigrún Ámundadóttir 11.KR er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en Hamar er í 7. sætinu með 8 stig.

www.mbl.is

Mynd: www.wnba.com

Fréttir
- Auglýsing -