spot_img
HomeFréttirÓvæntir sigrar í annarri umferð - Lakers og Boston töpuðu

Óvæntir sigrar í annarri umferð – Lakers og Boston töpuðu

06:50:06
LA Lakers og Boston Celtics töpuðu bæði leikjum sínum í nótt, Lakers fyrir Houston Rockets, 92-100, og Boston fyrir Orlndo Magic, 90-95. Leikirnir eru þeir fyrstu milli liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar og hljóta þetta að teljast óvænt úrslit.
Þó Boston sakni Kevins Garnett augljóslega, eru Magic líka í eigin meiðslavandræðum en Dwight Howard fór fyrir góðri liðsheild í nótt sem náði snemma forskoti og hélt því þrátt fyrir áhlaup meistaranna undir lokin.

Howard var með 16 og 22 fráköst, Rashard Lewis með 18 stig og Mickael Pietrus var með 17. Hjá Boston var Paul Pierce sá eini sem lék af eðlilegri getu, með 23 stig, en Ray Allen og Rajon Rondo náðu sér ekki á strik. Rondo var að vísu með 14 stig, 10 fráköst og 8 stoðsengdingar, en hitti aðeins úr 2 af 12 skotun utan af velli, líkt og Allen.

Leikur Houston og Lakers einkenndist af mikilli baráttu þar sem blóðið rann á tímabili, en gestirnir frá Houston komu sigri hrósandi út úr orrustunni.

Leikurinn var afar jafn til að byrja með en Houston héldu frumkvæðinu í seinni hálfleik og héldu út lokakaflann þar sem Kobe Bryant var í aðalhlutverki einu sinni sem oftar.

Yao Ming var aðalmaðurinn hjá Houston og skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Ron Artest var með 21 og Aaron Brooks var með 19. Hjá Lakers var Kobe með 32 og Pau Gasol með 14 stig og 13 fráköst.

Það þarf því ekki að bíða eftir dramatíkinni í þessari umferð úrslitakeppninnar þar sem sigurstranglegri liðin hafa þegar tapað forskotinu sem heimaleikjarétturinn gaf þeim.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -