spot_img
HomeFréttirÓvænt úrslit í Þýskalandi

Óvænt úrslit í Þýskalandi

18:52

{mosimage}

Derrick Allen fyrrum leikmaður Keflavíkur stendur sig vel í Þýskalandi 

Það eru heldur betur óvæntir hlutir að gerast í þýska körfuboltanum þessa dagana. Átta liða úrslitum lauk nú um helgina og duttu lið númer 2, 3 og 4 út. Deildarmeistara ALBA slógu Bremerhaven út 3-0 en Art. Dragons sem varð númer 2 í deildinni tapaði 3-1 fyrir Bonn, Leverkusen sem varð númer 3 tapaði 3-2 fyrir Frankfurt og Bamberg sem varð númer 4 tapaði 3-1 fyrir Oldenburg.

Í undanúrslitunum sem hófust í kvöld sigraði Deutche Bank Skyliners Frankfurt  lið Telekom Baskets Bonn 75-72 á heimavelli og var Derrick Allen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, stigahæsti leikmaður heimamanna með 25 stig.

Leikur ALBA og Oldenburg hófst svo núna kl 20:35.

[email protected]

Mynd: www.deutche-bank-skyliners.de

Fréttir
- Auglýsing -