spot_img
HomeFréttirOutlaw hetja Portland gegn Grizzlies

Outlaw hetja Portland gegn Grizzlies

11:39

{mosimage}

(Liðsmenn Portland fögnuðu fyrsta útisigrinum vel og innilega í nótt) 

Travis Outlaw reyndist hetja Portland Trailblazers í nótt er hann gerði flautusigurkörfu liðsins í 105-106 sigri liðsins gegn Memphis Grizzlies á útivelli. Outlaw gerði 21 stig í leiknum og færði Porland þeirra fyrsta útisigur í vetur. Dómarar leiksins fóru yfir málin til þess að kanna hvort karfan hefði verið gild og hvort leiktíminn hefði farið af stað á réttum tíma. Þeir að lokum úrskurðuðu að karfan væri gild og fyrsti útisigur Portland á tímabilinu í höfn. Brandon Roy var atkvæðamestur í liði Trailblazers með 26 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Þeir Mike Miller og Rudy Gay voru stigahæstir hjá Grizzlies báðir með 30 stig.  

Önnur úrslit næturinnar: 

Toronto Raptors 98-79 Charlotte Bobcats

Philadelphia 76ers 79-88 Atlanta Hawks

Chicago Bulls 98-103 Dallas Mavericks

Utah Jazz 110-101 Miami Heat

Golden State Warriors 117-123 Orlando Magic

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -