spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÓumbeðin flugeldasýning í Forsetahöllinni

Óumbeðin flugeldasýning í Forsetahöllinni

Tindastóll mætti í heimsókn á Álftanes til þess að etja kappi við heimamenn í kvöld. Stólarnir á fínu róli undanfarið í deildinni sem og í Evrópu svo það var ljóst að gestirnir myndu mæta fullir sjálfstrausts. Það hefur ekki verið sami stæll yfir heimamönnum undanfarið sem höfðu tapað fyrir ÍR, Keflavík og Val í síðustu þremur leikjunum sínum. 

Leikurinn byrjaði fjörlega. Bæði liðin voru að hitta vel og þá sérstaklega gestirnir. Maður hafði samt á tilfinningunni að um leið og Álftnesingar myndu hætta að hitta þá myndu gestirnir rúlla yfir þá. Það reyndist raunin. 

Heimamenn skoruðu 26 og 27 stig í fyrstu tveimur leikhlutunum en voru samt 20 stigum undir í hálfleik. Stólarnir skoruðu 40 stig í öðrum leikhluta og það var sama hverju var kastað upp. Boltinn fór rakleiðis niður.

Í þriðja leikhluta héldu stólarnir uppteknum hætti og stútuðu leiknum með sömu ákefð og hafði verið til staðar í fyrri hálfleik. Það er ekki mikið meira um það að segja. Lokatölur 78-137.

Álftnesingar þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun ef þeir vilja ekki standa fyrir utan úrslitakeppnina þegar að upp er staðið í vor en stólarnir halda áfram á krús-kontról.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -