Litháen lagði Bretland í London í kvöld í hinum leik leikdagsins í D riðil undankeppni HM 2027, 88-89.
Leikur kvöldsins var nokkuð ótrúlegur undir lokin, þar sem Bretland leiddi með 6 stigum þegar aðeins 17 sekúndur voru til leiksloka. Að lokum var það þristur frá Ignas Sargiunas fyrir Litháen sem innsiglaði sigurinn eins og hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Næst á dagskrá fyrir Bretland er útileikur gegn Íslandi í Laugardalshöll á sunnudaginn, en á sama tíma tekur Litháen á móti liði Ítalíu.



