spot_img
HomeFréttirÓtrúlegur endir á síðasta leik OU Sooners

Ótrúlegur endir á síðasta leik OU Sooners

Oklahoma University Sooners tryggðu sér 3. sætið í Big 12 riðlinum með ótrúlegri körfu Buddy Hield á lokasekúndu leiksins.  Hield náði að blaka boltanum ofan í hringinn í þá mund sem flautan gall og tryggði Sooners 73-75 sigur.
 
 
Með sigrinum tryggðu Sooners eins og áður sagði 3. sætið í riðlinum og munu því mæta Oklahoma State í riðlaúrslitunum sem hefjast á miðvikudaginn. OU sópaði báðum leikjunum gegn State í vetur, eða Bedlam-seríunni eins og hún er kölluð í Oklahoma. Sooners ættu því ekki að vera í miklum vandræðum með nágranna sína á miðvikudaginn.
 
Frank Aron Booker skoraði 6 stig í leiknum gegn Kansas og setti 2/6 í þristum.
 
 
Mynd: Allt í sóma í Oklahoma fyrir leikinn í gær. (Soonersports.com)
Fréttir
- Auglýsing -