spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÓtrúleg endurkoma Tindastóls gegn toppliði Aþenu

Ótrúleg endurkoma Tindastóls gegn toppliði Aþenu

Tindastóll lagði Aþenu í Austurbergi í kvöld í fyrstu deild kvenna, 86-87. Þrátt fyrir tapið er A.ena enn í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 14 leiki á meðan að Tindastóll er í 2.-5. sætinu með 20 stig líkt og KR, Hamar/Þór og Ármann.

Aþena byrjaði leikinn af krafti og leiddi leikinn í hálfleik með 42 – 33. Þær héldu svo uppteknum hætti í þriðja leikhluta og var staðan 69 – 54

Í fjórða leikhluta lokuðu Tindastóll allar glufur í vörninni og keyrðu í bakið á Aþenu og tók 14-2 kafla í upphafi leikhlutans. Tindastóll náði 3 stiga forystu fyrir loka sókn Aþenu þar sem Dzana Crnac jafnaði með glæsilegri 3 stiga körfu, 78-78.

Í framlengingunni náði Tindastóll 8 stiga forystu og leit út fyrir að sigurinn væri í höfn en Aþena tók 8-0 kafla og jafnaði leikinn en það dugði ekki til þar sem Emese Vida setti niður víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir og tryggði Tindastóll sigurinn, 86-87.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Magnús Sigurjón Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -