spot_img
HomeFréttirÓtrúleg endurkoma Iowa State skellir Sooners

Ótrúleg endurkoma Iowa State skellir Sooners

Frank Aron Booker og Oklahoma Sooners töpuðu óvænt fyrir Iowa State í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppninni. Með tapinu féllu þeir í 3. sæti riðilsins og vonir um efsta sætið fyrir riðlaúrslitin er úr myndinni. Iowa hins vegar mjakaði sér upp í annað sætið.
 
Frank skoraði 7 stig af línunni en hitti ekki úr einu skoti í leiknum. 
 
Í fyrri hálfleik réðu Oklahoma lögum og lofum í leiknum með 19 stiga forystu í hálfleik, 37-18. Seinni hálfleik snéru Iowa State við blaðinu og unnu hann með 26 stiga mun og innsigluðu 7 stiga sigur, 70-77.
 
Iowa hitti 58,3% í seinni hálfleik og þar af 6/11 í þristum. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -