spot_img
HomeFréttirÓtrúleg endurkoma Hamars

Ótrúleg endurkoma Hamars

10:07

{mosimage}
(La Kiste Barkus að setja skotin sem kom Hamar yfir – 40-43)

Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi þegar liðið lagði Val að velli 42-45 í Vodafone-höllinni. La Kiste Barkus var hetja Hvergerðinga en hún fór fyrir liði sínu á endasprettinum jafnt í vörn sem og sókn.

Fyrir leikinn voru bæð lið án sigurs og ljóst að leikmenn liðanna ætluðu að selja sig dýrt.og ákveðið stess í leikmönnum liðanna. Valur byrjaði betur og komst í 4-1 en þá kom frábær sprettur hjá Hamar þar sem þær skoruðu tíu næstu stig leiksins og breyttu stöðunni í 4-11. Valur náði að vinna sig inn í leikinn og var aðeins einu stigi undir eftir fyrsta leikhlutann 13-14.

Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti mikið um barning og hvorugt liðið náði að standa sig í sókninni. En miðjan leikhlutann náðu Valsstelpur góðum kafla þar sem þær skoruðu tólf stig án þess að Hamar næði að svara og höfðu því sex forskot þegar leikurinn var hálfnaður 28-22.

{mosimage}

Í seinni hálfleik virtust Valsstúlkur vera búnar að ná undirtökum í leiknum og þær leiddu með 10 stigum eftir þrjá leikhluta og héldu Hamar í aðeins 28 stigum fyrstu þrjá leikhlutana. Með tíu stiga forskot í leik þar sem svo lítið var skorað virtust Valsmenn hafa leikinn í hendi sér. Hamar skoraði fyrstu körfu leikhlutans þegar fjórar mínútur voru liðnar. Valur bætti við tveim stigum í næstu sókn og jók muninn í 9 stig. En þá virtist eins og Hamar fékk aukið sjálfstæði og sóknin fór að ganga betur hjá þeim ásamt því þær voru grimmar í sóknarfráköstum. Þær minnkuðu muninn í tvö stig 40-38 og jöfnuðu svo 40-40 þegar 2:45 mínútur voru eftir en þar var La Kiste Barkus að verki. Valur klúðraði sinni næstu sókn og La Kiste Barkus skoraði á ný fyrir Hamar og að þessu sinni setti hún þrist og kom þeim yfir 40-43. Þórunn Bjarnadóttir reyndi að jafna leikinn með þriggja-stiga skoti í næstu sókn en geigaði og það var svo Ragnheiður Magnúsdóttir sem skoraði síðustu körfu Hamars og kom þeim fimm stig yfir þegar 30 sekúndur voru eftir og sigurinn í höfn. Stella Kristjánsdóttir bætti við tveim stigum úr vítaskotum og lokatölur 42-45.

La Kiste Barkus var frábær í liði Hamars og þá sérstaklega í endann en hún var að setja niður mikilvægar körfur ásamt því sem hún var að taka varnarfráköst og verja skot andstæðinganna þegar þeir voru í upplögðum færum. Endaði hún með 27 stig og tólf 12 fráköst. Ragnheiður Magnúsdóttir skoraði átta stig.

Hjá Val voru Hafdís Helgadóttir og Signý Hermannsdóttir með 10 stig en Signý skoraði ekkert í lokaleikhlutanum.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

myndir: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -