23:29
{mosimage}
Það var gjörsamlega boðið upp á allt sem einkennir góðan körfuboltaleik á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar og KR mættust í þriðju viðureign liðanna um Íslandsbikarinn. Spenna, dramatík, framlenging, tilþrif og jafnvel pylsur í sjoppunni var það sem einkenndi kvöldið er Haukaliðið vann góðan níu stiga sigur 74-65 eftir framlengingu og leiðir nú einvígið 2-1.
KR byrjaði af miklum krafti og komst í 0-4 en Haukar minnkuðu muninn fljótlega í 3-4. KR leiddi leikhlutann fram að fjórðu mínútur en þá jöfnuðu Haukar 11-11. Næstu mínútur voru spennandi og skiptust liðin á að leiða. Þegar skammt var eftir af leikhlutanum leiddu Haukar með einu stigi,16-15, en KR komst yfir með tveim vítaskotum frá Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. Haukar skoruðu næstu fimm stig og leiddu með fjórum stigum 21-17 eftir leikhlutann.
Haukar skoruðu fyrstu stigin í öðrum leikhluta og það tók svo Haukaliðið tæpar sjö mínútur að skora næstu körfu. Á meðan sölluðu KR stúlkur niður körfum og komust yfir 23-24. Haukar tóku aftur forystuna 25-24 og líkt og í fyrsta leikhluta skiptust liðin á á að leiða og í stöðunni 28-28 setti Slavica Dimovska niður þriggjastiga-körfu og Haukar leiddu með þremur stigum þegar haldið var til búningsherbergja í hálfleik, 31-28.
{mosimage}
Haukaliðið kom vel stemmt inn í þriðja leikhluta og jók forskot sitt. Haukar komust í 37-30 og héldu þeim mun nánanst út leikhlutann. KR gerði atlögu að Haukaliðinu og minnkaði muninn í tvö stig en áður en leikhlutanum lauk var Haukaliðið búið að auka hann aftur í sex stig, 49-43.
Við tók einn sá mest spennandi sem þetta skrifar hefur upplifað. Haukar leiddu í upphafi leikhlutans en KR náði að snúa leiknum sér í hag. Eftir að Haukar höfðu leitt 51-43 minnkuðu KR stúlkur muninn og jöfnuðu á endanum 53-53 og einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Vörn þeirra var svakalega og á samatíma gekk ekkert upp hjá Haukastelpum. Haukar keyrðu muninn upp í fjögur stig 57-53 en aftur jafnaði KR með flottum þristi frá Sigrúnu Ámundadóttur 58-58.
Haukar héldu til sóknar en Margrét Kara Sturludóttir náði að stela boltanum og koma honum á Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur sem brendi af skoti sínu en náði frákastinu. Boltinn rataði í hendurnar á Hildi Þorsteinsdóttur. Monika Knight braut á henni og fékk sína fimmtu villu og þessari stundu voru bæði lið í bónus. Hildur fór á vítapunkt og klikkaði úr báðum skotum sínum. Kristrún Sigurjónsdóttir hirti frákastið og Haukar brunuðu í sókn og aðeins 17 sekúndur eftir af leiknum. Boltinn barst til Slavicu Dimovsku sem smellti niður þriggjastiga skoti og kom Haukum 61-58 yfir. Haukastúlkur trilltust af ánægju um leið og leikklukkan gall. Dómari leiksins leiðrétti leik klukkuna þar sem tvær sekúndur voru eftir þegar boltinn small niður eftir skot Slavicu.
{mosimage}
Jóhannes Árnason tók leikhlé og stillti strengi KR liðsins. KR hafði einn möguleika á að jafna leikinn og boltinn rataði í hendurnar á Hildi Sigurðardóttur sem skaut að körfunni um leið og klukkan gall en Ragna Margrét Brynjarsdóttir braut á henni. Dæmd var villa og Hildur fór á línuna tilbúin að bæta fyrir klikkuðu skotin skömmu áður. Hildur var öryggið uppmálað þegar hún setti niður öll þrjú skotin og jafnaði leikinn. Grípa þurftir til framlengingar.
KR skoruðu fyrstu körfu framlenginar en Haukar jöfnuðu fljótt. Það má segja að Haukar hafi klárað leikinn á vítalínunni en þær settu niður níu vítaskot á þessum tíma tryggðu sér sætan en erfiðan sigur 74-65.
Haukar eru eftir sigurinn í bílstjórasætinu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitillinn þegar leiðin mætast í fjórða sinn á sunnudaginn í DHL-höllinni. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Slavica Dimovska var stigahæst Haukakvenna með 17 stig og 6 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 16 stig og 13 fráköst og Monika Knight var með 14 stig.
Hjá KR fór Hildur Sigurðardóttir fyrir sínu liði með 20 stig og 10 fráköst. Sigrún Ámundadóttir var með 16 stig og Margrét Kara Sturludóttir var með 14 stig og 8 fráköst.
Myndir: [email protected]



