Undir 16 ára drengjalið Íslands mátti þola tap gegn Svíþjóð í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðið því unnið einn leik og tapað einum það sem af er móti, en næst mæta þær Eistlandi á morgun.
Fyrir leik
Íslenska liðið var í hörkuleik í fyrsta leik sínum á mótinu í gær gegn Noregi. Gerðu þó afar vel undir lok hans og uppskáru verðskuldaðan sigur. Mótherji dagsins þó nokkuð sterkari og þurftu þeir því að gera enn betur ef þeir ætluðu sér að vinna annan leikinn.

Gangur leiks
Íslenska liðið fór ágætlega af stað í leiknum og hélst leikurinn jafn lengst af á upphafsmínútunum. Voru þó ansi gjarnir á að senda Svíþjóð á línuna og voru þónokkrir komnir í villuvandræði í fyrsta fjórðungnum, en eftir hann var staðan 11-1 í villum. Á lokametrum leikhlutans detta tvö skot hjá Svíþjóð og eru það þeir sem leiða inn í annan fjórðung, 22-17.
Íslenska liðið byrjar annan leikhlutann af krafti og ná forystunni aftur á fyrstu mínútunum, 25-26. Liðin skiptast svo á snöggum áhlaupum til loka fyrri hálfleiksins, en þegar liðin halda til búningsherbergja leiðir Svíþjóð með fjórum stigum, 50-46.
Stigahæstur í íslenska liðinu í fyrri hálfleiknum var Benoní Andrason með 13 stig. Þá voru þrír leikmenn með 6 stig, Freyr Jónsson, Kormákur Jack og Steinar Rafnarson.
Leikurinn er í járnum í upphafi seinni hálfleiksins og jafnt var á öllum tölum vel inn í þann þriðja. Svíþjóð er þó skrefinu á undan inn í lokaleikhlutann, 69-66. Svíþjóð er áfram yfir inn í fjórða leikhlutann og láta þeir kné fylgja kviði. Eru með 14 stiga forystu um miðbygg þess fjórða, 85-71. Mikið til er það sökum þess að Ísland nær ekki að setja stig á töfluna. Svíþjóð bætir svo bara enn í undir lokin og fara að lokum með gífurlega öruggan sigur af hólmi, 97-77.

Kjarninn
Það leit nú ekki þannig út í upphafi leiks að íslenska liðið næði hreinlega að klára allar fjörutíu mínúturnar, svo margar voru villurnar sem þeir voru að fá á sig. Heppilega náðu þeir að snúa sér af þeirri braut, vinna sig inn og var þetta hörkuleikur lengst af. Liðin skiptust á forystunni í 16 skipti í leiknum, en undir lokin datt botninn aðeins úr þessu hjá Íslandi. Ná varla að setja boltann í körfuna í lokaleikhlutanum á meðan Svíþjóð heldur sínu striki sóknarlega. Alltof stórt tap miðað við hvernig leikurinn spilaðist.
Atkvæðamestir
Benoní Andrason var stórkostlegur fyrir Ísland í dag með 25 stig, 11 fráköst og 4 stolna bolta. Honum næstur var Steinar Rafnarson með 12 stig og 3 fráköst.
Hvað svo?
Næst á Ísland leik á morgun fimmtudag 3. júlí gegn Eistlandi.



