spot_img
HomeFréttirÓþarflega stórt tap gegn Danmörku

Óþarflega stórt tap gegn Danmörku

Íslenska U18 landslið stúlkna tapaði fyrir Dönum í dag á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fram fer í Finnlandi. Íslenska liðið er því með einn sigur og þrjú töp eftir fyrstu fjóra dagana.

 

Gangur leiksins:

 

Ísland byrjaði leikinn frábærlega gegn Dönum. Liðið komst í 6-2 og var sterkara liðið á upphafsmínútunum. Danir komu til baka og tóku fulla stjórn á leiknum í öðrum leikhluta og leiddu leikinn 34-19 í hálfleik.

 

Danska liðið bætti í í seinni hálfleik og Ísland náði ekki að setja saman gott áhlaup til að gera þetta að leik aftur. Danska liðið öflugt og varnarleikur Íslands náði aldrei takti í leiknum. Lokastaðan 81-53 og Ísland enn með einn sigur í U18 flokki stúlkna.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Danirnir leiða í öllum tölfræðiþáttum fyrir utan varin skot. Skotnýting Íslands er hinsvegar arfaslök eða 25% í heildina, þar af 14% þriggja stiga (4/28).

 

Hetjan:

 

Of margir leikmenn Íslands spiluðu ekki sinn besta dag í dag. Elsa Albertsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir stóðu þó uppúr leikmannahóp Íslands. Þær börðust báðar vel og gáfust ekki upp þegar hlutirnir litu illa út. Elsa endaði með 8 stig og 5 fráköst en Ásta Júlía var með 7 stig, 10 fráköst (þar af átta sóknarfráköst) og þrjá varða bolta.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -