spot_img
HomeFréttirÖskubuskuævintýri Finna á enda: Ljóst hverjir mætast í 8-liða úrslitum

Öskubuskuævintýri Finna á enda: Ljóst hverjir mætast í 8-liða úrslitum

 
Þá er orðið ljóst hvaða lið munu skipa 8-liða úrslitin á Evrópumeistaramóti karla sem nú stendur yfir í Litháen. Finnar máttu sætta sig við að falla úr leik og er Öskubuskuævintýri þeirra á enda en óhætt er að segja að Dettmann og félagar í finnska liðinu hafi vakið verðskuldaða athygli.
Úrslit dagsins:
 
Slóvenía 67-60 Finnland
Grikkland 73-60 Georgía
Rússland 63-61 Makedónía
 
Svona líta þá 8-liða úrslitin út:
 
14. september:
Spánn-Slóvenía
Makedónía-Litháen
 
15. september:
Frakkland-Grikkland
Rússland-Serbía
 
Á morgun er frí á EM en við bendum á þetta viðtal við Dettmann þjálfara Finna.
 
Mynd/ Henrik Dettmann þjálfari Finna heldur nú heim á leið frá Litháen eftir frammistöðu með finnska liðið sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
 
Fréttir
- Auglýsing -