spot_img
HomeFréttirÖskraði á sjónvarpið

Öskraði á sjónvarpið

20:19

{mosimage}

Þó nú séu að verða liðnir 2 sólarhringar frá því KR hampaði Íslandsbikarnum í DHL höllinni eftir sigur á Grindavík, þá getum við enn fjallað um leikinn. Þessi úrslitakeppni hefur vakið þvílíka athygli að hægt verður að fjalla um hana lang fram á vorið. Á vafri um netið rakst undirritaður á blogg Hafrúnar Kristjánsdóttur þar sem hún lýsir upplifun sinni af að horfa á leikinn á mánudag.

„Ég var nú ekki búin að horfa lengi þegar ég var farin að öskra á sjónvarpið. Ég var að reyna að koma skilaboðum til leikmannanna. Ég reyndi t.d. nokkum sinnum að öskra á Brenton leikmann Grindavíkur – “taktu frákastið maður” Þulinir, tveir kunningjar mínir þeir Gaupi og Svali öskruðu mun minna á leikmennina inn á vellinum. Sennilega hafa þeir vitað sem var að leikmennirnir myndu lítið heyra í þeim.“ skrifar hún og heldur svo áfram seinna: „Ég semsagt missti mig yfir þessum leik. Ég reyndi í alvöru að koma skilaboðum inn á völlinn. Ég missti mig þrátt fyrir að mitt lið Valur væri ekki að keppa.“

Hún klikkir svo út með að hafa eftir gullmola, eins og hún kallar það, frá Svala Björgvinssyni: „Þetta er íþróttaviðburður áratugarins. Silfrið hvað?“

Bloggið í heild má svo finna hér.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -