14:15
{mosimage}
Seinni leikur undanúrslita 2. deildar karla fer fram á Laugarvatni í kvöld klukkan 20 þegar Laugdælir taka á móti ÍA. Það kemur því í ljós í kvöld hvaða lið fylgir Hrunamönnum í 1. deildina.
Við heyrðum í Óskari Þórðarsyni þjálfara Laugdæla og lögðum fyrir hannn nokkrar spurningar.
Nú er lið þitt komið í úrslitakeppni 2. deildar karla, hvert er markmiðið?
Aðalmarkmið okkar í vetur var að komast í úrslitakeppnina. Það markmið náðist þannig að við höfum sett okkur nýtt markmið. Við munum spila við ÍA í undanúrslitum og markmiðið okkar er ekki að tapa þeim leik þannig að það gefur augaleið hvert markmiðið er. Ef það markmið næst þá þurfum við að setja okkur nýtt markmið sem tengist úrslitaleiknum.
Mun liðið leika í 1.deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Þó það sé bara einn leikur sem sker úr um hvort við vinnum okkur sæti í 1.deild að ári eður ei, þá þarf fyrst að spila þann leik áður en framhaldið er skoðað. Eina sem við hugsum um er þessi leikur við ÍA og að ná þeim úrslitum og spilamennsku sem við stefnum að. Mín skoðun er þó sú að lið sem taka þátt í úrslitakeppni 2.deildar þar sem skorið er úr um hverjir vinna sér sæti í 1.deild að ári, eiga ekki að taka þátt í þeirri keppni nema stefnan sé að þyggja það sæti ef það vinnst. Þó bera að geta að það er ýmislegt sem getur komið uppá eftir að úrslitakeppnin lýkur og lið sem vinnur sér sæti í 1.deild að ári sér ekki framá það að geta tekið þátt í þeirri deild af einhverjum ástæðum.
Ef farið verður í 1.deild, þarf þitt lið að styrkja sig?
Nei þess þurfum við ekki. Liðið er og verður byggt upp á leikmönnum sem eru staðsettir á Laugarvatni (nema leikmenn vilji keyra á milli). En við erum aftur á móti ungmennafélag í sinni bestu mynd, þannig að ef það eru einhverjir leikmenn sem vilja spila fyrir félagið þá er þeim það velkomið. Svo er þetta nátttúrulega spurning hvaða einstaklingar koma í skólana (Menntaskólann og Kennaraháskóla Ísland) næsta skólaár, það er aldrei að vita nema körfuboltamaður leynist í þeim hópi.
Mynd: Gunnar Gunnarsson



