Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.
Í fyrsta leik mótsins í morgun tapaði liðið fyrir Serbíu, 74-90.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Karl Sigurðarson með 25 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Þá skilaði Leó Curtis 17 stigum, 9 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 vörðum skotum.
Það er leikið nokkuð þétt á mótinu, en næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi í fyrramálið.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af leiknum



