spot_img
HomeFréttirÓsigruðu liðin mætast í toppslag

Ósigruðu liðin mætast í toppslag

00:04
{mosimage}

(Mikið mun mæða á Pau Gasol gegn Bandaríkjamönnum)

 

Nú í nótt og fram eftir laugardeginum fara sex leikir fram í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Stórleikur dagsins er vafalítið viðureign Bandaríkjanna og heimsmeistara Spánverja. Bæði eru liðin í B-riðli á Ólympíuleikunum og hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Leikurinn fer fram kl. 22:15 í Kína og er á dagskrá hjá RÚV með 20-30 mínútna seinkun kl. 14:40.

 

Þýskaland, Grikkland og Kína eru jöfn í 2. sæti öll með tvo tapleiki og einn sigur en Angólamenn verma botnsætið með þrjá ósigra. Í A-riðli eru Litháar efstir á toppnum og ljóst að heimsókn íslenska liðsins hefur gert þeim gott fyrr í sumar. Litháen er ósigrað eftir þrjá leiki á mótinu og er eina taplausa liðið í A-riðli. Argentína og Króatía eru jöfn í 2. sæti með 2 sigra og einn tapleik en Rússar og Ástralir hafa einn sigurleik og tvo tapleiki og á botninum er Íran enn án sigurs.

 

Leikir laugardagsins í tímaröð:

 

Grikkland-Angóla

Rússland-Ástralía

Króatía-Litháen

Íran-Argentína

Kína-Þýskaland

Spánn-Bandaríkin (14:40 á RÚV)

 

Bakvörðurinn Dwyane Wade er stigahæstur á mótinu með 18,3 stig að meðaltali í leik en næstur honum er heimamaðurinn Yao Ming með 18 stig sem og Argentínumaðurinn Manu Ginobili.

 

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -