spot_img
HomeFréttirOscar Bellfield til liðs við Skallagrím

Oscar Bellfield til liðs við Skallagrím

Borgnesingar hafa ráðið Bandaríkjamanninn Oscar Bellfield til liðs við sig fyrir komandi átök í Domino´s deild karla en félagið sagði skilið við Mychal Green á dögunum.
 
 
Á heimasíðu Borgnesinga, Skallagrimur.is kemur fram að Bellfield sé 23 ára gamall og leikstjórnandi að upplagi. Hans fyrsti leikur með Sköllunum er þann 25. nóvember næstkomandi þegar Skallagrímur mætir Þór í Þorlákshöfn.
 
Bellfield lék með UNLV háskólanum í Bandaríkjunum og hefur komið við sögu hjá tveimur NBA liðum þar sem hann lék í sumardeildinni fyrir Memphis Grizzlies og samdi síðan við New York Knicks sem létu hann fara á undirbúningstímabili.
 
Ljóst þykir að hér er sterkur leikmaður á ferðinni og verður forvitnilegt að sjá hvort houm takist ekki að liðsinna Borgnesingum að klífa ofar í töfluna sem sitja 10. sæti með einn sigur og fimm tapleiki.
  
Fréttir
- Auglýsing -