spot_img
HomeFréttirÓsáttir við umdeilda tæknivillu

Ósáttir við umdeilda tæknivillu

11:02 

{mosimage}

 

 

KR mátti sætta sig við annan ósigur sinn í röð gegn Hamri/Selfoss í gærkvöldi þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum í Lýsingarbikarkeppni karla. Lokatölur leiksins voru 78-74 H/S í vil en á heimasíðu KR kemur það bersýnilega fram að þeir voru ekki ánægðir með framkvæmd leiksins og síður en svo kátir með tæknivillu sem dæmd var á varamannabekk liðsins á ögurstundu leiksins.

 

Hér að neðan gefur að líta brot úr greininni á vefsíðu KR www.kr.is/karfa

Við höfum klippt út sóknina sem um ræðir og getur fólk því séð hvað er verið að tala um. Framkvæmd leiksins var ekki góð og var reglulega vandræði á tímavörslu í leiknum, það tók allt tempó úr leiknum og hægði á honum, drap niður stemmningu sem var að myndast og því miður náði leikurinn aldrei þeim standard sem bikarleikir af þessu tagi eiga að skila. Eftir að hafa ítrekað verið í vandræðum með klukkuna í Hveragerði kom þessi afdrifaríka sókn heimamanna þegar að þeir ná sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Svavars Pálssonar. 

 

Tíminn líður og heimamenn lenda í vandræðum, Svavar tekur þvingað skot sem geigar, kemur ekki við hringinn og tímavörður gefur heimamönnum nýja skotklukku. Byrd bjargar boltanum frá því að fara útaf og boltinn berst út á Bojan sem setur niður gott skot þegar að skotklukkan átti að vera runnin út og eðlilega eru fyrstu viðbrögð varamannabekks KR að kvarta yfir mistökum ritaraborðsins og er ekki verið að tala um ókurteisi eða dónaskap af hálfu varamannabekks KR, heldur mannleg viðbrögð við ranglæti. 

 

Kristinn Óskarsson sér að of margir standa á bekk gestanna og dæmir tæknivillu sem reynist dýrmæt. Ótrúlegt að KR-ingum sé refsað fyrir mistök á ritaraborði, þar sem að eftirlitsdómari var á leiknum og margítrekað hafði ritaraborðið klikkað áður í leiknum.  Karfa Bojan sem hefði ekki átt að telja kemur heimamönnum í 72-66, KR-ingar missa boltann og tvö vítaskot sem Lárus Jónsson hittir úr kemur heimamönnum í 74-66. Þeir fá síðan innkast á hliðarlínu.  Þarna er verið að tala um mjög svo svekkjandi mistök sem reyndust gríðarlega áhrifamikil í leikslok.

 

Hægt er að líta myndbrot frá atvikinu í leik gærkvöldsins á vefsíðu KR með því að smella á slóðina hér að neðan:

 

http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=255632

 

 Mynd: Dómarar leiksins í gær – Mynd: www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -