spot_img
HomeFréttirÓsannfærandi sigur Tindastóls á Val

Ósannfærandi sigur Tindastóls á Val

Tindastóll sigraði lánlausa Valsmenn að Hlíðarenda í kvöld eftir nokkuð líflausan og varnarsinnaðan leik. Liðin höfðu aðeins skorað 55 stig samanlagt í hálfleik þar sem Tindastóll hafði þriggja stiga forskot, 26-29. Tindastóll seig hinsvegar frammúr í seinni hálfleik en þeir unnu þrijða leikhluta með 8 stigum og gáfu það forskot ekki eftir það sem eftir lifði leiks. Tindastóll náði mest 15 stiga forskoti í stöðunni 55-70 og höfðu á endanum 13 stiga sigur, 61-74.
Stigahæstur í liði Tindastóls var Friðrik Hreinsson með 19 stig en næstir voru Curtis Allen með 15 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Þröstur Leó Jóhannsson með 14 stig, 7 fráköst og 6 stig. Í liði Vals var nýr leikmaður liðsins, Marvin Andrew Jackson, stigahæstur með 18 stig, 14 fráköst og 5 varin skot en hann afrekaði það að skjóta aðeins 15% í leiknum, það fóru aðeins 3 af 20 tveggja stiga skot hans í leiknum ofaní og 2 af 9 þristum. Næstu menn á blað voru Birgir Pétursson með 14 stig og 7 fráköst og Kristinn Ólafsson með 13 stig og 7 fráköst.
 
Valsmenn byrjuðu leikinn betur og höfðu náð 8- 4 forskoti eftir þrjár mínútur af leik. Valsmenn spiluðu svæðisvörn sem Tindastólsmönnum gekk illa að finna lausn á. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Valsmenn 12-8 yfir og virtist varnarleikur þeirra vera að virka fullkomnlega. Gestirnir snéru þó taflinu við á næstu mínútum og lokuðu algjörlega á alla sóknartilburði Valsmanna. Þegar tvær mínútur voru eftir var Tindastóll kominn yfir, 12-14. Áður en flautað var til loka fyrsta leikhluta náðu heimamenn að jafna og þannig endaði fyrsti leikhluti, 14-14.
 
Í upphafi annars leikhlut voru bæði lið ennþá í vandræðum með að finna körfuna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar hafði Tindastóll 18-19 yfir og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Tindastóll hélt forskotinu næstu mínútur en bæði lið voru í bullandi vandræðum með að koma boltanum ofaní í opnum leik. Þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður hafði Tindastóll yfir, 22-23. Þá virtust gestirnir hins vegar ná nokkrum tökum á leiknum og þeir voru komnir 5 stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum, 22-27. Ágúst Björgvinsson tók þá leikhlé fyrir Valsmenn sem svöruðu með næstu 4 stigum leiksins, 26-27. Bárður Eyþórsson tók leikhlé fyrir Tindastól þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Tindastóll átti seinustu tvö stig fyrri hálfleiks og leiddu því með þremur stigum þegar flautað var til loka annars leikhluta, 26-29.
 
Stigahæstur í liði Tindastóls í hálfleik var Þröstur Leó Jóhannsson með 7 stig en næstir voru Maurice Miller, Curtist Allen og Igor Tratnik með 6 stig hvor. Í liði Vals var Birgir Pétursson stigahæstur með 8 stig og 4 fráköst en næstir voru Kristinn Ólafsson með 6 stig og Hamid Dicko með 4 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Tindastólsmenn brutu mikið af sér í upphafi þriðja leikhluta og höfðu fengið dæmdar á sig fjórar villur strax eftir eina og hálfa mínútu. Lið Vals var því komið í bónus strax eftir tvær og hálfa mínútu. Tindastóll hafði þó ennþá frumkvæðið í leiknum og höfðu yfir 29-33. Friðrik Hreinsson mætti þá til leiks og setti 5 stig í röð fyrir Tindastól sem höfðu sitt stærsta forskot í leiknum þegar þriðji leikhluti var hálfnaður, 31-40. Ágúst Björgvinsson tók svo leikhlé fyrir Valsmenn stuttu seinna. Valsmenn skoruðu næstu 4 stig leiksins þangað til Friðrik Hreinsson mætti aftur til leiks og skellti þremur þristum á þá, 37-49. Ágúst Björgvinsson tók svo leikhlé fyrir Val þegar Curtis Allen bætti fjórða þristinum við og forskot Tindastóls þá orðið 12 stig, 37-49. Tindastóll hélt þessu forskoti út leikhlutan og þegar flautað var til loka hans stóðu tölur, 43-54.
 
Valsmönnum tókst að minnka forskot Tindastóls örlítið í upphafi fjórða leikhluta og þegar tvær mínútur voru liðnar munaði sjö stigum á liðunum, 51-58. Tindastóll var þó ekki á því að gefa forskotið eftir og þegar leikhlutinn var hálfnaður var það aftur komið í 13 stig, 53-66. Forskot Tindastóls náði mest 15 stigum í stöðunni 55-70 þegar þrjár mínútur voru eftir. Bárður Eyþórsson var þó ekki ánægður með sína menn og tók leikhlé stuttu seinna eftir körfu góða frá Snorra Þorvaldssyni sem minnkaði muninn aftur niður í 12 stig, 58-70. Þegar ein mínúta var eftir var forskot gestana komið niður í 9 stig, 61-70, en nær komust Valsmenn ekki og Tindastóll hafði svo á endanum 13 stiga sigur, 61-74.
 
Umfjöllun: [email protected]  
Fréttir
- Auglýsing -