Örvar Þór Kristjánsson tók nýverið við stjórn í Hertz Hellinum og þjálfar lið ÍR í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Örvar lætur því af störfum sem aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins en hann og Einar Árni Jóhannsson stýrðu saman liði græanna á nýafstöðnu tímabili. Karfan.is ræddi við Örvar um vistaskiptin og kvað hann það vissulega erfiða ákvörðun að segja skilið við uppeldisfélagið sitt í Ljónagryfjunni.
Eru menn ekki brattir fyrir að taka við liði ÍR og fara með þá í deild í 4+1 umhverfi?
Vissulega er ég brattur enda þýðir nú lítið annað. Verkefnið leggst bara afar vel í mig og það verður bara gaman að taka slaginn með ÍR. Þetta nýja umhverfi er vissulega afar spennandi enda vita allir hvar ég hef staðið í þessum reglumálum en fyrst og fremst verður bara rosalega gaman að vinna með ÍR liðið.
Vissulega er ég brattur enda þýðir nú lítið annað. Verkefnið leggst bara afar vel í mig og það verður bara gaman að taka slaginn með ÍR. Þetta nýja umhverfi er vissulega afar spennandi enda vita allir hvar ég hef staðið í þessum reglumálum en fyrst og fremst verður bara rosalega gaman að vinna með ÍR liðið.
Af hverju ÍR, ertu ekki að yfirgefa blómlegt starf í Ljónagryfjunni?
Það var vissulega erfið ákvörðun að yfirgefa UMFN enda eins og þú segir margt spennandi þar í gangi ásamt því að það er ekki amalegt að starfa með mínum æskuvin Einari Árna. Hinsvegar þá ákvað ég að opna dyrnarnar á aðra möguleika enda starfa ég í borginni og það hentar mér bara nokkuð vel að þjálfa nálægt vinnunni. Þegar ÍR-ingar komu svo til mín þá var það hreinlega of spennandi kostur til þess að skoða það ekki með opnum huga. Eftir að hafa skoðað þetta vel og vandlega með fjölskyldunni þá var ákveðið að stökkva aftur út í djúpu laugina og vissulega mun ég sakna iðkenda minna hjá Njarðvík en hlakka ótrúlega mikið til að taka til starfa í Breiðholtinu. Þetta er að mínu mati frábært tækifæri fyrir mig persónulega að vaxa og dafna sem þjálfari og sanna mitt ágæti.
Möguleikarnir í Breiðholti, hvernig metur þú stöðu klúbbsins?
Hjá ÍR vilja menn byggja félagið upp og hafa greinilega mikinn metnað í að koma ÍR í fremstu röð á nýjan leik. Þau plön og sú framtíðarsýn sem stjórnarmenn hafa fyrir félagið er eitthvað sem heillaði mig. Hverfið er stórt og mikið og hér eru gríðarlega miklir möguleikar. Lið ÍR hefur á að skipa mörgum mjög frambærilegum leikmönnum, reynslumiklir og flottir leikmenn í bland við unga og stórefnilega leikmenn. Árangur liðsins síðastliðinn vetur var undir væntingum, nú verður bara skemmtilegt að reyna að rífa þetta upp og ég er sannfærður um að góðir hlutir munu gerast.
Sumarið í sumar…verða miklar hræringar á leikmannamarkaðinum góða?
Nú verður spennandi að sjá á næstu dögum og vikum hvernig leikmannamálin þróast. Við viljum ólmir halda öllum okkar leikmönnum og jafnvel bæta einhverjum í hópinn. Fyrst og fremst þá erum við að reyna að klára málin með þá leikmenn sem eru hér fyrir og ég er sannfærður um að þessum strákum klæjar í puttana að hefjast handa með ÍR eftir vonbrigðin í vetur. Það mun svo koma í ljós hvar og hvort við bætum í leikmannahópinn en það verður amk nóg að gera næstu vikurnar. Sumarið verður svo nýtt í stífar æfingar enda hefur það sýnt sig að þeir leikmenn/lið sem nýta sumarið vel skara yfirleitt framúr á veturna.
Mynd/ ÍR: Frá undirritun er Örvar samdi við ÍR á dögunum.



