spot_img
HomeFréttirÖruggur Valssigur í toppslagnum

Öruggur Valssigur í toppslagnum

14. umferð Subway deildar karla hófst í kvöld. Það var sannkallaður toppslagur í boði þegar Valsmenn tóku á móti liðinu í öðru sæti Keflavík. Fyrri leikurinn þeirra var sannkallaður naglbítur þegar Remy Martin skoraði ævintýralega sigurkörfu.

Valsmenn byrjuðu þennan leik töluvert betur og skoruðu nánast að vild, meðan skotnýting Keflavíkur var afleidd, með t.d 1 af 11 í þriggja stiga körfum. Valsmenn leiddu fyrsta leikhluta 28-14, tölur sem maður átti nú ekki von á fyrir leik.

Annar leikhluti komu Keflavík af krafti og byrjuðu að saxa á forskotið, sóknarleikurinn flæddi mun betur og náðu þeir að opna vörn Valsmanna ítrekað. Finni var þá nóg boðið og tók leikhlé og Joshua tók til sinna ráða og negdi niður tveimur þristum. Við það fóru Keflavík að taka aftur óskynsamlegar ákvarðanir í sóknarleiknum og eftir einn tapaðan bolta og fá tröllatröðslu frá Badamus í andlitið tók Pétur leikhlé, enda 21 stigi undir. En Valsmenn fóru inn í hálfleikinn með 18 stiga forystu, 52-34.

Valsmenn voru ekkert að slaka á ólinni í þriðja leikhluta og héldu sinni forystu þrátt fyrir bjarta innkomu Maric sem virtist vera sá eini sem gat sett niður þriggja stiga körfu fyrir Keflvíkinga. En það dugði ekki til , varnarleikur Valsmanna var mjög öflugur og héldu hinu sókndjarfa Kelfavíkur liði algjörlega í skefjum. Joshua virðist geta skorað þegar hann nennir því og skoraði hann 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum. Valsmenn leiddu eftir þrjá leikhluta 84-62.

Þótt að leikurinn hafi nánast verið búinn, þá má aldrei afskrifa Keiflavík, Valsmenn virtust vera meðvitaðir um það og voru ekkert að gefa neinn afslátt, börðust um alla bolta, allar varnir og öll fráköst.  Valsmenn höfðu töggl og haldir allar tímann og sigurinn aldrei í hættu. Síðustu 1,5 mínútuna fengu minni spámenn að reyna sig og Valsmenn sigldu þessu örugglega heim 105-82

Hjá Valsmönnum var Joshua stighæstur að venju, með 31 stig, Badamus áttu einnig geysigóðan leik og var með  20 stig og 10 fráköst, einnig voru Acox, Kristinn og Ástþór með fín framlög í leiknum. Hjá Keflavík var Brodnik með 17 stig og Maric kom sterkur af bekknum og var með 14 stig og 6 fráköst. Urban átti ágætisleik og var með 13 stig.

Næstu leikir þessara liða er í 8 liða úrslitum í VÍS bikarkeppninni, þeir eru á næstkomandi sunnudag þegar Valsmenn heimsækja Stjörnuna á meðan Keflavík heimsækir Hött.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -