spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur þriðji sigur Stjörnunnar í röð

Öruggur þriðji sigur Stjörnunnar í röð

Stjarnan hafði betur gegn heimakonum í Ármanni í Laugardalshöllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 82-94.

Leikurinn er sá þriðji sem Stjarnan vinnur í röð í deildinni, en þær eru eftir leikinn í 7. sætinu með 16 stig. Ármann er öllu neðar stigalega, en þó ekki mörgum sætum frá þeim í 9.-10. sætinu með 4 stig líkt og Hamar/Þór.

Stjarnan var með góð tök á leik kvöldsins frá upphafi til enda. Leiddu með 10 stigum eftir fyrsta fjórðung og 16 stigum þegar í hálfleik var komið.

Heimakonur í Ármann gerðu þó ágætlega að missa leikinn ekki alveg frá sér í upphafi seinni hálfleiks, þó forskot Stjörnunnar hafi verið þægilegt. Ná í þeim þriðja að koma því innfyrir 10 stigin, en munurinn fyrir lokaleikhlutann var 14 stig.

Ármann gerir áfram vel að láta Stjörnuna hafa fyrir hlutunum í þeim fjórða. Gestirnir leiða fjórðunginn þó frá upphafi til enda, minnst með sjö stigum í upphafi hans áður en þær setja fótinn aftur á bensíngjöfina og klára leikinn nokkuð örugglega 82-94.

Stigahæstar heimakvenna í kvöld voru Kylie Lucas með 21 stig og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 20 stig.

Fyrir Stjörnuna skoraði Stina Alqvist 24 stig og Ruth Sherrill var með 23 stig.

Tölfræði leiks

Ármann: Kylie Savannah Kornegay-Lucas 21/10 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 20/7 fráköst, Dzana Crnac 14/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 13/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 10, Nabaweeyah Ayomide McGill 4/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Auður Hreinsdóttir 0, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 0, Rakel Sif Grétarsdóttir 0, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 0.


Stjarnan: Stina Josefine Almqvist 24/8 fráköst, Ruth Helena Sherrill 23/11 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 12, Berglind Katla Hlynsdóttir 9/5 fráköst, Elísabet Ólafsdóttir 5, Sigrún Sól Brjánsdóttir 4/5 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -