Stjarnan hafði betur gegn heimakonum í Ármanni í Laugardalshöllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 82-94.
Leikurinn er sá þriðji sem Stjarnan vinnur í röð í deildinni, en þær eru eftir leikinn í 7. sætinu með 16 stig. Ármann er öllu neðar stigalega, en þó ekki mörgum sætum frá þeim í 9.-10. sætinu með 4 stig líkt og Hamar/Þór.
Stjarnan var með góð tök á leik kvöldsins frá upphafi til enda. Leiddu með 10 stigum eftir fyrsta fjórðung og 16 stigum þegar í hálfleik var komið.
Heimakonur í Ármann gerðu þó ágætlega að missa leikinn ekki alveg frá sér í upphafi seinni hálfleiks, þó forskot Stjörnunnar hafi verið þægilegt. Ná í þeim þriðja að koma því innfyrir 10 stigin, en munurinn fyrir lokaleikhlutann var 14 stig.
Ármann gerir áfram vel að láta Stjörnuna hafa fyrir hlutunum í þeim fjórða. Gestirnir leiða fjórðunginn þó frá upphafi til enda, minnst með sjö stigum í upphafi hans áður en þær setja fótinn aftur á bensíngjöfina og klára leikinn nokkuð örugglega 82-94.
Stigahæstar heimakvenna í kvöld voru Kylie Lucas með 21 stig og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 20 stig.
Fyrir Stjörnuna skoraði Stina Alqvist 24 stig og Ruth Sherrill var með 23 stig.
Ármann: Kylie Savannah Kornegay-Lucas 21/10 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 20/7 fráköst, Dzana Crnac 14/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 13/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 10, Nabaweeyah Ayomide McGill 4/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Auður Hreinsdóttir 0, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 0, Rakel Sif Grétarsdóttir 0, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 0.
Stjarnan: Stina Josefine Almqvist 24/8 fráköst, Ruth Helena Sherrill 23/11 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 12, Berglind Katla Hlynsdóttir 9/5 fráköst, Elísabet Ólafsdóttir 5, Sigrún Sól Brjánsdóttir 4/5 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.



