spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggur Þórssigur gegn ÍR

Öruggur Þórssigur gegn ÍR

Lið Þórs hóf keppni í 1. deild kvenna í gær á því að leggja lið ÍR örugglega 52-33 í leik sem fram fór í íþróttahöllinni.

,,Ég átti ekki einu sinni von á því að koma inn á í dag” sagði Kristrún Ríkey og bætti við að hún væri bara sátt við eigið framlag. Það skildi engan undra því þessi 14 ára og 164 daga gamla stúlka lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og var sannarlega senuþjófur dagsins. Kristrún Ríkey spilaði rúmar 24 mínútur skoraði 13 stig og tók 13 fráköst, það kallast að koma inn með stæl.

Ekki bara þessi unga stúlka hafi staðið sig með slíkri prýði t.d. Eva Wium sem einnig er 14 ára spilaði tæpar 8 mínútur náði ekki að skora en tók eitt frákast. Þá kom Ásgerður Jana Ágústsdóttir inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik og spilatími hennar tæpar 19 mínútur. Ásgerður var með 5 fráköst og 2 stoðsendingar.

Bæði lið tók sér nokkurn tíma til að finna réttu leiðina að körfunni en Þórsliðið fann þá leið fyrr en ÍR liðið sem í raun var í basli allan leikinn með að finna þá einu réttu leið.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-9 Þór í vil og ljóst að þótt í Þórsliðið vantaði Sylvíu Rún sem þrátt fyrir ungan aldur er gríðarlega reynslumikill leikmaður og á eftir að spila stórt hlutverk í liði Þórs. En eins og hin unga Kristrún Ríkey bendir á í viðtali við Þórtv eftir leik þá kemur ávallt maður í manns stað.

Þórsstúlkur hertu tökin í öðrum leikhluta og náðu allt að 14 stiga forskoti í leiknum og ljóst að liðið ætlaði sér sigur og ekkert annað í kortunum. Þór vann leikhlutann með 7 stigum og leiddi í hálfleik með 14 stigum 34-20.

Í þriðja leikhluta datt botninn úr leik Þórs þ.e. sóknarlega en liðið spilaði afbragð góða vörn sem varð til þess að þótt illa gengi að hitta úr skotunum, komst ÍR hvorki lönd né strönd. Gestirnir unnu þó leikhlutann með einu stigi 7-8 og munurinn því 13 stig 41-28 þegar lokakaflinn hófst.

Sóknarlega var engin bravör yfir leik liðanna í fjórða leikhluta en sýnu skárri var hann hjá Þór sem skoraði þó 11 stig, en liðið skellti í lás og gestirnir settu aðeins 5 stig í leikhlutanum. Þór landaði því býsna öruggum 19 stiga sigri 52-33.

Sigur Þórs var mjög sanngjarn og liðið allt spilaði heilt yfir vel og allir leikmenn komust vel frá sínu. Aftur á móti áttu flestir leikmenn ÍR erfitt uppdráttar og þeirra stigahæsti leikmaður var aðeins með 9 stig og 4 fráköst það var Katla Marín.

Það voru þó aðeins 4 leikmenn Þórs sem skoruðu öll stigin í dag en alls notaði Þór 9 leikmenn. En stigaskor er ekki eini mælikvarðinn á framlag leikmanna því það er svo margt annað sem leikmenn þurfa og verða gera.

Stigahæstar voru þær Hrefna Ottósdóttir og Rut Herner Konráðsdóttir með 17 stig hvort. Rut tók auk þess 12 fráköst og var með 3 stoðsendingar og Hrefna var með 9 fráköst og eina stoðsendingu.  Kristrún Ríkey var með 13 stig og 13 fráköst og Karen Lind var með 5 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Særós var með 7 fráköst og 4 stoðsendingar, Ásgerður Jana 5 fráköst og  2 stoðsendingar, Eva Wium 1 frákast, Marta Bríet 1 frákast og 1 stoðsendingu. Kolfinna Jóhannsdóttir komst ekki á blað að þessu sinni þar sem hennar spilatími var aðeins 10 sekúndur.

Hjá ÍR var Katla Marín stigahæst með 9 stig og 4 fráköst, Hrafnhildur 8 stig 8 fráköst og 2 stoðsendingar, Sigríður Antons 5 stig og 2 fráköst, Guðrún Eydís 5 stig og 9 fráköst. Þá voru þær Jóhanna Herdís, Bryndís og Kristín Rós með 2 stig hver.

Leikurinn í dag var hin besta skemmtun og umgjörð leiksins til fyrirmyndar og eftirbreytni. Stjórn og kvennaráð eiga hrós skilið fyrir magnaða umgjörð. Kynnir leikins Haraldur Ingólfsson var frábær að vanda og loks fá áhorfendur sem voru þegar mest var tæplega 90 hrós. Þeir voru flottir og ef þessi stemning er það sem koma skal er ljóst að körfuboltaveturinn verður skemmtun ein.

Tölfræði leiks

Stöðuna í deildinni og næstu leiki má sjá HÉR

Myndasafn (Palli Jóh)

Viðtöl eftir leik:

 

Fréttir
- Auglýsing -