spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Vals á Njarðvík

Öruggur sigur Vals á Njarðvík

Í kvöld áttust við liðin í 3. og 4. sæti Subway deildar kvenna. Valur á móti Njarðvík. Leikurinn varð aldrei spennandi og unnu Valskonur öruggan 22 stiga sigur, 83 – 61. Með sigrinum er Valur núna með fjögurra stiga forskot á Njarðvík í þriðja sætinu ásamt því að eiga innbyrðisleikinn á þær.  Njarðvík er nokkuð öruggt í fjórða sætinu.

Í byrjun leiks var eins og leikmenn voru ekki alveg  komnir úr jólafríi, sóknirnar gengur brösulega hjá báðum liðum.  Valsstúlkur hittu töluvert betur og náðu 10 stiga forskoti eftir 1. leikhluta.  Þriggja stiga nýting Njarðvíkur var afleit eða aðeins 12% eða ein karfa af átta tilraunum.  Annar leikhluti var nánast endurtekning af fyrsta leikhluta, Valur vann hann með átta stigum og leiddi í hálfleik 48 – 30 og samt var Kiana bara með 2 stig í hálfleik.

 En Kiana bætti úr stigaskorinu sínu í seinni hálfleik og endaði leikinn með 19 stig, hæst Valskvenn og var best í annars jöfnu liði Vals. Hildur Björg og Dóra Júlia áttu einnig prýðisgóðan leik, annars voru margir leikmenn Vals sem komu með gott framlag í kvöld.

Hjá Narðvík var Collier allt í öllu, stighæst með 25 stig, flest fráköst 8 og flestar stoðsendingar 8.

Það má segja að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar hjá Val í kvöld, margar sem lögðu lóð á vogarskálarnar á meðan Njarðvík treysti um of á Collier, sem var orðin dauðþreytt í 4. leikhluta, nýkomin til landsins eftir jólafrí.

Þetta voru síðustu leikir þessara liða á þessu ári, næst fer Njarðvík í heimsókn til nágranna sinna í Keflavík á meðan fær Valur Breiðablík í heimsókn, báðir þessir leikir fara fram 4. janúar.

Tölfræði leiks

https://www.karfan.is/2022/12/runar-ingi-mattum-ekki-hleypa-val-i-thetta-sjalfstraust/
https://www.karfan.is/2022/12/olafur-jonas-spiludum-horkuvorn-i-dag/
Fréttir
- Auglýsing -