spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur U16 drengja á Svíþjóð

Öruggur sigur U16 drengja á Svíþjóð

Íslenska U16 lið drengja lék í dag sinn annan leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Svíþjóð. Ísland náði forystunni snemma í leiknum, gáfu hana aldrei af hendi og lönduðu 75-59 sigri að lokum.

Gangur leiksins:

Íslenska liðið mætti dýrvitlaust til leiks og var ljóst að liðið ætlaði að seljaa sig dýrt varnarlega. Liðið náði forystunni snemma og gaf hana ekki af hendi. Staðan í hálfleik 42-33 fyrir Íslandi. 

Varnarleikur Íslands í dag var virkilega öflugur og fékk sænska liðið ekkert ókeypis í sóknarleik sínum. Íslenska liðið hélt áfram að bæta í muninn og unnu að lokum 75-59. Annar sigur Íslands í tveimur leikjum í þessum flokki og lítur liðið ansi spennandi út.

Lykilleikmaður:

Ólafur Ingi Styrmisson var mjög öflugur í dag og endaði með tvöfalda tvennu. Hann lauk leik með 14 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta. Auk þess var reyndist hann svíum erfiður undir körfunni í leiknum. Hjötur Kristjánsson var einnig sterkur og endaði með 16 stig og sjö fráköst.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (væntanlegt)

Viðtöl eftir leik:(væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -