spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggur sigur Tindastóls

Öruggur sigur Tindastóls

Topplið Tindastóls og Grindavík b áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.Leikurinn var sá fyrri í tvíhöfða liðanna þessa helgi.

Heimastúlkur gáfu tóninn snemma með 2 körfum frá Marín og Tess en Grindavík kom tilbaka og sýndu að þær ætluðu sér ekki að vera fallbyssufóður í leiknum. Þær jöfnuðu fljótlega en Stólastúlkur náðu forystunni aftur og leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta 21-16 með því að skora síðustu 5 stig leikhlutans. Þær héldu áfram að pressa á gestina og um miðjan annan leikhluta var forystan orðin 10 stig eftir góða körfu frá Evu Rún sem átti fínan leik.

Staðan var 37-24 í hálfleik og heimastúlkur litu í raun ekki til baka eftir það þó tilfinningin hafi alltaf verið sú að þær hefðu getað stungið af með aðeins meiri einbeitingu og ákveðni. Forystan varð 19 stig fljótlega eftir þrist frá Kristínu Höllu, 44-25. Tindastóll hélt forystunni í 15-20 stigum það sem eftir lifði leiks og landaði að lokum öruggum sigri 70-55.

Hjá heimastúlkum átti Inga Sólveig frábæran leik og hitti úr öllum sínum skotum, 2 tveggja stiga, 2 þristum og 2 vítum auk þess að bæta 7 fráköstum við. Marín Lind og Eva Rún áttu líka ágætis leik, Hjá gestunum voru Katrín Ösp (17 stig, 8 fráköst) og Ingibjörg Yrsa (14 stig, 8 fráköst) einna sprækastar.

Liðin eigast aftur við á morgun í Síkinu.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -