spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Þórs í Ólafssal

Öruggur sigur Þórs í Ólafssal

Þór Þorlákshöfn lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í 14. umferð Subway deildar karla, 81-91. Eftir leikinn eru Haukar neðarlega í deildinni með þrjá sigra og ellefu töp á meðan Þór Þorlákshöfn eru í 2. sæti með tíu sigra og fjögur töp.

Gangur leiks

Þetta byrjar mjög jafnt og bæði lið byrja sterk en Þórsarar eru alltaf smá á undan Haukamönnum. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 19-24 en þeir voru einfaldlega aðeins sterkari. Í öðrum leikhluta halda Þórsarar áfram að keyra og eru sterkir líka bara mun grimmari, en Haukamenn byrja að koma sér smá saman tilbaka. Heimamenn eru aðeins slakari en annars er þetta frekar jafnt. Þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik standa stigin 39-49, Þórsurum í vil.

Stigahæstur heimamanna í hálfleik var Everage Richardson með 12 stig á meðan Darwin Davis var kominn með 13 stig fyrir Þór.

Þórsarar byrja þriðja leikhluta mjög sterkt og eru mjög grimmir, en Haukamenn koma inn í þriðja leikhluta líka sterkir og grimmir og ná að koma leiknum í 4 stig á milli liði þegar það er ein og hálf mínúta eftir af þriðja leikhluta. Þórsarar taka þriðja leikhluta og eru að vinna 60-72 í lokin á þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti byrjar jafn gegn báðum liðum en Þórsarar eru eiginlega alltaf 10 stigum yfir. Haukamenn halda áfram og eru mjög grimmir en Þórsarar halda bara áfram, en Haukamenn ná engu úr þessu. Í lok leiks stóðu stigin gestum í vil 81-91.

Atkvæðismestir

Í liði Hauka var David Okeke atkvæðamestur með 20 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Þórsara var það Darwin Davis með 20 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hvað svo?

Bæði lið eiga lið næst komandi fimmtudag 25. janúar, en þá fara Haukamenn til Hveragerðis og mæta Hamar, en Þórsarar fá Hött frá Egilsstöðum til sín í Þórlákshöfn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -