21:55
{mosimage}
Randers Cimbria hóf leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók á móti Hørsholm 79ers í áttaliða úrslitum en í Danmörku leika aðeins fjögur lið í áttaliða úrslitum, lið nr 3 og 6 mætast annars vegar og hins vegar lið nr 4 og 5 í seríum þar sem þarf að vinna 2 leiki. Sigurliðin mæta svo tveimur efstu liðunum í undanúrslitum.
Randers tók á móti Hørsholm í kvöld og sigraði örugglega 81-72 í sveiflukenndum leik. Helgi Freyr Margeirsson lék í 16 mínútur í leiknum og skoraði 6 stig, hirti 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Annar leikur liðanna fer fram á fimmtudag. Í hinu einvíginu eigast við BK Amager undir stjórn Jesper Sörensen og Horsens IC og í leik kvöldsins sigraði Amager 86-85.
Mynd: [email protected]



