spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖruggur sigur Martins og Alba Berlin

Öruggur sigur Martins og Alba Berlin

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Oldenburg nokkuð örugglega í dag í þýsku úrvalsdeildinni, 85-67.

Martin lék rúmar 22 mínútur í leiknum, hafði hægt um sig í stigaskorun, en skilaði sex stoðsendingum og tveimur stolnum boltum.

Alba Berlin eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán sigurleiki, fjórum sigrum fyrir neðan Bayern Munich sem sitja í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -