spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Lottomatica Roma

Öruggur sigur Lottomatica Roma

21:11

{mosimage}

Lottomatica Roma (11-6) tók á móti La Fortezza Bologna í kvöld í ítölsku Seríu A og sigraði örugglega 93-72. Romverjar byrjuðu betur í leiknum og juku forystuna hægt og bítandi en í þriðja leikhluta gengu þeir frá málunum, í þeim leikhluta skoruðu þeir 28 stig gegn 13 gestanna.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig í leiknum á þeim 16 mínútum sem hann lék. Öll stigin komu utan þriggja stiga línunnar.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -