8:57
{mosimage}
FSu tóku á móti KR í Iceland Express deild karla í Iðu á Selfossi. Fyrir leikinn voru heimamenn með tvo sigra og tvö töp að baki en gestirnir höfðu unnið alla sína leiki hingað til. KR voru yfir allan leikinn. Lokatölur leiksins voru 92-122 KR í vil.
Leikurinn fór fjörlega af stað með körfu frá Árna Ragnarsyni á þriðju sekúndu. Leikhlutinn var svo mjög jafn framan af og mikið skorað báðum megin. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum fór KR að breikka bilið. En á áttundu mínútu þurfti leikmaður KR Fannar Ólafsson að fara útaf vegna skurðar í andliti eftir að hann lennti í samstuði við Thomas Viglianco leikmann FSu. Rétt fyrir lok leikhlutans setti Tyler Dunway leikmaður FSu skemmtilega flautukörfu frá miðju og endaði leikhlutinn 27-32 fyrir gestina.
Annar leikhluti fór ekki eins fjörlega af stað. KR voru mun sterkari í seinni leikhluta og gekk ekkert upp hjá FSu þó þeir náðu að setja nokkur stig. KR þéttu vörnina hjá sér og tóku upp á því að pressa allan völlinn og áttu leikmenn FSu í erfiðleikum með að koma boltanum upp völlinn. Í lok leikhlutans náði FSu aðeins að klóra í bakkann og settu tvo þrista og endaði hálfleikurinn 50 – 66 fyrir gestunum.Thomas Viglianco skoraði 15 stig og reif niður 7 fráköst og Tyler Dunaway skoraði 9 stig fyrir FSu en Jón Arnór Stefánsson var með 24 stig og Jakob Örn með 9 stig fyrir KR.
KR komu mun sterkari til leiks í þriðja leikhluta og lítið gekk hjá heimamönnum að koma boltanum á sinn stað. Þegar liðnar eru fjórar mínútur af leikhlutanum var KR búinn að skora 10 gegn 4 stigum FSu. Á sjöundu mínútu varð FSu fyrir því óláni að missa Véstein Sveinsson útaf með 5 villur. Lokatölur eftir þriðja leikhluta er 71-97 gestunum í vil. Fjórði leikhlutinn var rólegur og fengu minni spámenn beggja liða að spreyta sig. Á áttundu mínútu þurfti leikmaður KR , Skarphéðinn Ingasson að yfirgefa völlinn með fimm villur. Lokatölur leiksins var 92 – 122 KR í vil.
Atkvæðamestur hjá FSu var Árni Ragnarsson sem skoraði 21 stig og gaf 6 stoðsendingar og Thomas Viglianco setti 19 stig og reif niður 11 fráköst. Hjá KR skoraði Jón Arnór Stefánsson 29 stig og Jakob Örn skoraði 21 stig.
Marteinn Guðbjartsson skrifaði greinina
Svanur Fannar Valentínusson tók myndina



